Gorbastjov hugsanlega heiðursforseti Friðarstofnunar Reykjavíkur 13. október 2006 12:16 Höfði verður aðsetur Friðarstofnunar Reykjavíkur sem verður að veruleika innan tíðar. Svo gæti farið að Mikail Gorbatsjov yrði heiðursforseti stofnunarinnar. Fyrrum forseti Slóvakíu sem undirbýr stofnunina segir Ísland besta staðinn fyrir friðarviðræður. Friðarstofnun Reykjavíkur er sett á laggirnar nú í tilefni af tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins í Höfða - en Höfði á einmitt að vera táknrænn fundarstaður Friðarstofnunarinnar. Það voru þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Rudolph Schuster fyrrum forseti Slóvakíu sem kynntu málið í morgun en markmiðið er að stofnunin verði vettvangur umræðna um friðarmál en líka staður þar sem stríðandi fylkingar geta komið og leitað lausna með viðræðum.Schuster er virtur stjórnmálamaður og í góðum tengslum við öfluga þjóðarleiðtoga víða um heim og náinn vinur Gorbastjov en sá síðarnefndi mun hafa tekið vel í að verða heiðursforseti stofnunarinnar. Ísland er herlaust og friðsamt land segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og því tilvalið undir slíka stofnun. Kostnaðurinn verður ekki greiddur úr borgarsjóði heldur er ætlunin að leita til fyrirtækja og stofnana um fjárstuðning. Enda verður stofnunin fyrst og fremst mönnuð fólki í sjálfboðamennsku.Rudolph Schuster hyggst senda ýmsum fyrrum þjóðarleiðtogum sem eru nú óháðir pólitísku starfi - beiðni um að þiggja sæti í stjórn Friðarstofnunarinnar og áætlað er að safna saman í um 11 manna stjórn. Schuster sjálfur verður forseti Friðarstofnunar Reykjavíkur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Höfði verður aðsetur Friðarstofnunar Reykjavíkur sem verður að veruleika innan tíðar. Svo gæti farið að Mikail Gorbatsjov yrði heiðursforseti stofnunarinnar. Fyrrum forseti Slóvakíu sem undirbýr stofnunina segir Ísland besta staðinn fyrir friðarviðræður. Friðarstofnun Reykjavíkur er sett á laggirnar nú í tilefni af tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins í Höfða - en Höfði á einmitt að vera táknrænn fundarstaður Friðarstofnunarinnar. Það voru þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Rudolph Schuster fyrrum forseti Slóvakíu sem kynntu málið í morgun en markmiðið er að stofnunin verði vettvangur umræðna um friðarmál en líka staður þar sem stríðandi fylkingar geta komið og leitað lausna með viðræðum.Schuster er virtur stjórnmálamaður og í góðum tengslum við öfluga þjóðarleiðtoga víða um heim og náinn vinur Gorbastjov en sá síðarnefndi mun hafa tekið vel í að verða heiðursforseti stofnunarinnar. Ísland er herlaust og friðsamt land segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og því tilvalið undir slíka stofnun. Kostnaðurinn verður ekki greiddur úr borgarsjóði heldur er ætlunin að leita til fyrirtækja og stofnana um fjárstuðning. Enda verður stofnunin fyrst og fremst mönnuð fólki í sjálfboðamennsku.Rudolph Schuster hyggst senda ýmsum fyrrum þjóðarleiðtogum sem eru nú óháðir pólitísku starfi - beiðni um að þiggja sæti í stjórn Friðarstofnunarinnar og áætlað er að safna saman í um 11 manna stjórn. Schuster sjálfur verður forseti Friðarstofnunar Reykjavíkur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira