Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins 13. október 2006 15:23 MYND/Valgarður Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira