Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar 16. október 2006 15:18 Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira