Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði 16. október 2006 20:28 Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira