Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða 17. október 2006 19:43 Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Sjá meira
Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Sjá meira