Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum 18. október 2006 12:30 Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira