Innlent

Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi

Metansorpbíll sambærilegur þeim sem teknir voru í notkun í dag.
Metansorpbíll sambærilegur þeim sem teknir voru í notkun í dag. MYND/Hari

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem tók við lyklunum að bílunum og lýsti því yfir að metanknúnum sorpbílum yrði fjölgað enn frekar á næsta ári, en borgin rekur nú tíu sorpbíla. Fram kemur á vef Umhverfissviðs að tunnulyfturnar á sorpbílunum séu rafknúnar en það var íslenska fyrirtækið Ecoprocess sem hannaði þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×