Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós 18. október 2006 18:30 Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira