Innlent

Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti

Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi.

Grímur, sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, starfaði lengi sem vélstjóri til sjós. Einnig hefur hann starfað sem blaðamaður, kennari, verkefnisstjóri og er nú framkvæmdastjóri Atlas hf.

Grímur hefur verið virkur í störfum innan sjálfstæðisflokksins frá unglings aldri. Hann sat í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, var varabæjarfulltrúi í Eyjum og sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Grímur var á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins endurkjörinn í miðstjórn flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×