Innlent

Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR

MYND/Friðrik Þór

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu.

Með honum í för er sérlegur fulltrúi Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands og eru þeir að kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fylgir tvímenningunum en þeir skoða einnig orkuverið á Nesjavöllum, Bláa lónið og ýmis fyrirtæki og mannvirki í Grindavík í tveggja daga heimsókn sinni sem lýkur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×