Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum 19. október 2006 17:45 Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Það var Capacent sem gerði þessa rannsókn fyrir Félagsmálaráðuneytið. Þegar heildarlaun eru skoðuð má sjá að konur eru einungis með tvo þriðju af launum karla. Og þegar allar breytur eru hreinsaðar í burtu sýnir rannsóknin að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% prósent af launum karla. Nú eru 45 ár ár síðan sett voru lög um jöfn laun karla og kvenna og átti þá að eyða launamun á sjö árum. Lengi hefur verið talað um að viðhorfsbreytingu þyrfti í samfélaginu en þessi rannsókn gefur vísbendingu um að hún hafi þegar orðið. Æ fleiri konur segja yfirmenn hvetja þær til að koma með eigin hugmyndir og vinna að sjálfstæðum verkefnum. Stjórnandi í einkafyrirtæki segir ungar konur að sumu leyti búnar að tileinka sér strákaviðhorf til heimsins og þykir jákvætt. Og viðhorf til fjölskylduábyrgðar virðast sömuleiðis hafa breyst - eins og karlstjórnandi sagði í rannsókninni - þá kippir sér enginn upp við það lengur þó að feður séu heima vegna veikinda barna. Í ljósi þessara upplýsinga hyggst félagsmálaráðherra kalla saman aðila vinnumarkaðarins og í samráði við þá leita nýrra leiða til að draga úr kynbundnum launamun. Stjórnvöld geti það ekki ein og sér. Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Það var Capacent sem gerði þessa rannsókn fyrir Félagsmálaráðuneytið. Þegar heildarlaun eru skoðuð má sjá að konur eru einungis með tvo þriðju af launum karla. Og þegar allar breytur eru hreinsaðar í burtu sýnir rannsóknin að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% prósent af launum karla. Nú eru 45 ár ár síðan sett voru lög um jöfn laun karla og kvenna og átti þá að eyða launamun á sjö árum. Lengi hefur verið talað um að viðhorfsbreytingu þyrfti í samfélaginu en þessi rannsókn gefur vísbendingu um að hún hafi þegar orðið. Æ fleiri konur segja yfirmenn hvetja þær til að koma með eigin hugmyndir og vinna að sjálfstæðum verkefnum. Stjórnandi í einkafyrirtæki segir ungar konur að sumu leyti búnar að tileinka sér strákaviðhorf til heimsins og þykir jákvætt. Og viðhorf til fjölskylduábyrgðar virðast sömuleiðis hafa breyst - eins og karlstjórnandi sagði í rannsókninni - þá kippir sér enginn upp við það lengur þó að feður séu heima vegna veikinda barna. Í ljósi þessara upplýsinga hyggst félagsmálaráðherra kalla saman aðila vinnumarkaðarins og í samráði við þá leita nýrra leiða til að draga úr kynbundnum launamun. Stjórnvöld geti það ekki ein og sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira