Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB 19. október 2006 18:30 Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/Gunnar V. Andrésson Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent