Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB 19. október 2006 18:30 Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/Gunnar V. Andrésson Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira