Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda 23. október 2006 17:45 Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira