Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands 23. október 2006 18:22 Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira