Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands 23. október 2006 18:22 Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira