Vilja Sementsverksmiðjuna í burt 23. október 2006 22:20 Sementsverksmiðjan á Akranesi. MYND/H.Kr. Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga. Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.
Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira