Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík 23. október 2006 23:28 Álverið í Straumsvík MYND/Haraldur Jónasson Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira