Torfæruhjól skemma reiðgötur 25. október 2006 18:11 Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira