Mögulega raðnauðgarar að verki 25. október 2006 19:45 Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira