Stoð kippt undan Hornafirði 25. október 2006 20:45 Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira