Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB 25. október 2006 23:15 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Jón Hjörtur Hjartarsson Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira