Hvalveiðar skaða Icelandair 26. október 2006 19:23 Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur. Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira