Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða 26. október 2006 21:15 MYND/Róbert Reynisson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira