Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir 26. október 2006 22:30 Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira