Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir 26. október 2006 22:30 Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira