Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt 27. október 2006 12:30 Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira