Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28. október 2006 15:23 Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003. Innlent Stj.mál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003.
Innlent Stj.mál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira