Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga 29. október 2006 18:30 Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira