Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja 1. nóvember 2006 15:48 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.- Ef þetta krefst endurskoðunar á Helsinkisáttmálanum verður að hrinda henni í framkvæmd núna og það á ekki að fresta því lengur að gefa sjálfstjórnarsvæðunum fulla aðild að Norðurlandaráði, sagði Steingrímur.Fulltrúi norska Samaþingsins, Aili Keskitalo svaraði og sagðist ánægð með að fleiri létu í ljósi pólitískan vilja til þess að innlima sjálfstjórnarsvæðin að fullu í norrænt samstarf.- Að hálfu Sama höfum við lagt mikla orku í að fá sambærilega stöðu í norræna samstarfinu, en við höfum rekið okkur á formlegar hindranir. Af þeim sökum er ég ánægð með að menn lýsa yfir pólitískum vilja hvað varðar þetta málefni, sagði Keskitalo sem spurði, hvort taka bæri samstarfið í Norðurskautsráðinu til fyrirmyndar, en þar njóta allir aðilar jafnræðis.Jogvan Vid Keldu þakkaði fyrir stuðning Íslendinga í sjálfstæðis¬baráttunni. Hann staðfesti að nú væru liðin þrjú ár síðan löggjafarþingið á Færeyjum bað um fulla aðild, en síðan hefði ekkert gerst.- Ef breyta þarf Helsinkisáttmálanum snýst þetta einungis um pólitískan vilja, sagði Keldu.Samstarfsráðherra Álands, Lasse Wikløf taldi greiningu ráðherranefndarinnar áhugaverða og vísaði í staðhæfingu eins prófessorsins í skýrslunni þar sem fram kemur að ekkert ákvæði í þjóðrétti komi í veg fyrir frekari þróun á stöðu sjálfstjórnarsvæðanna.- Ef vilji er fyrir hendi er allt hægt, sagði Lasse Wikløf Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.- Ef þetta krefst endurskoðunar á Helsinkisáttmálanum verður að hrinda henni í framkvæmd núna og það á ekki að fresta því lengur að gefa sjálfstjórnarsvæðunum fulla aðild að Norðurlandaráði, sagði Steingrímur.Fulltrúi norska Samaþingsins, Aili Keskitalo svaraði og sagðist ánægð með að fleiri létu í ljósi pólitískan vilja til þess að innlima sjálfstjórnarsvæðin að fullu í norrænt samstarf.- Að hálfu Sama höfum við lagt mikla orku í að fá sambærilega stöðu í norræna samstarfinu, en við höfum rekið okkur á formlegar hindranir. Af þeim sökum er ég ánægð með að menn lýsa yfir pólitískum vilja hvað varðar þetta málefni, sagði Keskitalo sem spurði, hvort taka bæri samstarfið í Norðurskautsráðinu til fyrirmyndar, en þar njóta allir aðilar jafnræðis.Jogvan Vid Keldu þakkaði fyrir stuðning Íslendinga í sjálfstæðis¬baráttunni. Hann staðfesti að nú væru liðin þrjú ár síðan löggjafarþingið á Færeyjum bað um fulla aðild, en síðan hefði ekkert gerst.- Ef breyta þarf Helsinkisáttmálanum snýst þetta einungis um pólitískan vilja, sagði Keldu.Samstarfsráðherra Álands, Lasse Wikløf taldi greiningu ráðherranefndarinnar áhugaverða og vísaði í staðhæfingu eins prófessorsins í skýrslunni þar sem fram kemur að ekkert ákvæði í þjóðrétti komi í veg fyrir frekari þróun á stöðu sjálfstjórnarsvæðanna.- Ef vilji er fyrir hendi er allt hægt, sagði Lasse Wikløf
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira