Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar 2. nóvember 2006 11:51 Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira