Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála 6. nóvember 2006 12:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra. Viðbrögð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins í Silfri Egils í gær vegna atvinnumála innflytjenda á Íslandi hafa verið hörð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir þingkosningar, sagði í gær að henni hryllti við viðhorfum Magnúsar og spurði sig hvort stefna frjálslyndra væri að taka upp ískalda þjóðernishyggju. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að Íslendingar hafi átt að nýta frest í reglugerð Evrópusambandsins sem stóð til boða í vor vegna flæðis innflytjenda til landsins. Þýskaland og Austurríki nýttu sér meðal annars frestinn til ársins 2011. Hún segir málið viðkvæmt, sérstaklega meðal stjórnmálamanna sem veigri sér við að taka afstöðu af ótta við að vera sakaðir um kynþáttaafordóma. Málið þurfi hins vegar að ræða með umburðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. Hún segir það ekki stefnu flokksins að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Paul Nikolov, frambjóðandi í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, segist vera orðlaus vegna ummæla Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hann segir hræðsluáróður Magnúsar vera kosningavopn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra. Viðbrögð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins í Silfri Egils í gær vegna atvinnumála innflytjenda á Íslandi hafa verið hörð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir þingkosningar, sagði í gær að henni hryllti við viðhorfum Magnúsar og spurði sig hvort stefna frjálslyndra væri að taka upp ískalda þjóðernishyggju. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að Íslendingar hafi átt að nýta frest í reglugerð Evrópusambandsins sem stóð til boða í vor vegna flæðis innflytjenda til landsins. Þýskaland og Austurríki nýttu sér meðal annars frestinn til ársins 2011. Hún segir málið viðkvæmt, sérstaklega meðal stjórnmálamanna sem veigri sér við að taka afstöðu af ótta við að vera sakaðir um kynþáttaafordóma. Málið þurfi hins vegar að ræða með umburðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. Hún segir það ekki stefnu flokksins að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Paul Nikolov, frambjóðandi í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, segist vera orðlaus vegna ummæla Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hann segir hræðsluáróður Magnúsar vera kosningavopn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira