Valgerður fundaði með Jústsjenkó 6. nóvember 2006 17:07 Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á fundi í Kænugarði. MYND/AP Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra og forseti Úkraínu hafi rætt tvíhliða samskipti landanna og áform Úkraínu varðandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og tengsl landsins við Evrópusambandið.Á fundi sínum með Borys Tarasjúk utanríkisráðherra Úkraínu fjölluðu ráðherrarnir um tvíhliða samskipti og vaxandi viðskipti landanna, auknar fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu, Atlanthafsbandalagið, samskiptin við Evrópusambandið og möguleika á auknu samstarfi EFTA og Úkraínu. Þá kynnti Valgerður Sverrisdóttir framboð Íslands til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.Fyrr um morguninn lagði Valgerður Sverrisdóttir blómsveig að minnismerki um fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu veturinn 1932-33, en þann vetur er talið að um sjö milljónir íbúa Úkraínu, eða fjórðungur þjóðarinnar, hafi dáið úr hungri í kjölfar refsiaðgerða Stalíns vegna andstöðu Úkraínumanna við áætlanir hans um samyrkjubúskap. Ráðherra ávarpaði einnig viðskiptaráðstefnu í Kænugarði, en samhliða opinberu heimsókninni fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs. Þar lýsti Valgerður yfir ánægju með vaxandi samvinnu úkraínskra og íslenskra fyrirtækja og fjallaði um mikilvægi þess að stjórnvöld komi á viðskiptasamningum til að greiða fyrirtækjum leið. Greindi ráðherra m.a. frá að tvísköttunarsamningur milli ríkjanna væri á lokastigi og að viðræður væru hafnar um gerð fjárfestingasamnings. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra og forseti Úkraínu hafi rætt tvíhliða samskipti landanna og áform Úkraínu varðandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og tengsl landsins við Evrópusambandið.Á fundi sínum með Borys Tarasjúk utanríkisráðherra Úkraínu fjölluðu ráðherrarnir um tvíhliða samskipti og vaxandi viðskipti landanna, auknar fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu, Atlanthafsbandalagið, samskiptin við Evrópusambandið og möguleika á auknu samstarfi EFTA og Úkraínu. Þá kynnti Valgerður Sverrisdóttir framboð Íslands til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.Fyrr um morguninn lagði Valgerður Sverrisdóttir blómsveig að minnismerki um fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu veturinn 1932-33, en þann vetur er talið að um sjö milljónir íbúa Úkraínu, eða fjórðungur þjóðarinnar, hafi dáið úr hungri í kjölfar refsiaðgerða Stalíns vegna andstöðu Úkraínumanna við áætlanir hans um samyrkjubúskap. Ráðherra ávarpaði einnig viðskiptaráðstefnu í Kænugarði, en samhliða opinberu heimsókninni fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs. Þar lýsti Valgerður yfir ánægju með vaxandi samvinnu úkraínskra og íslenskra fyrirtækja og fjallaði um mikilvægi þess að stjórnvöld komi á viðskiptasamningum til að greiða fyrirtækjum leið. Greindi ráðherra m.a. frá að tvísköttunarsamningur milli ríkjanna væri á lokastigi og að viðræður væru hafnar um gerð fjárfestingasamnings.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira