Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham 7. nóvember 2006 11:14 Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira