Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB 7. nóvember 2006 13:59 MYND/Stefán Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira