Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina 8. nóvember 2006 17:01 Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira