Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum 9. nóvember 2006 15:33 Ólafur Elíasson fjallar um hönnun sína á hjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins við opnun íslenska sýningarskálans í Feneyjum 8. september síðastliðinn. Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag en skáli landsins var opnaður í byrjun september. Fram kemur í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Portus Group, sem stendur að uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins ásamt ríki og borg að 145 sýningarskálar hafi verið á hátíðinni í ár. Sérstök verðlaunaafhending fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum í gær vegna hátíðarinnar og þar var var Gullna Ljónið 2006, verðlaun Feneyjatvíæringsins um framúrskarandi kynningu á byggingarlist og borgaskipulagi, afhent. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka: Sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna Ljónið fyrir sýningarskála borga, Danski sýningarskálinn Gullna Ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu fengu einnig viðurkenningu. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag en skáli landsins var opnaður í byrjun september. Fram kemur í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Portus Group, sem stendur að uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins ásamt ríki og borg að 145 sýningarskálar hafi verið á hátíðinni í ár. Sérstök verðlaunaafhending fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum í gær vegna hátíðarinnar og þar var var Gullna Ljónið 2006, verðlaun Feneyjatvíæringsins um framúrskarandi kynningu á byggingarlist og borgaskipulagi, afhent. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka: Sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna Ljónið fyrir sýningarskála borga, Danski sýningarskálinn Gullna Ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu fengu einnig viðurkenningu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira