Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar 11. nóvember 2006 11:16 MYND/Vísir Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira