Sendiherra segir árás hafa verið mistök 14. nóvember 2006 21:11 Mótmælendur fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. MYND/Gunnar Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira