Líknarsamtök fá 20% af sölu 15. nóvember 2006 18:52 Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira