Innlent

Þungfært á Öxnadalsheiði

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Ófært er um Víkurskarð og þungfært á Öxnadalsheiði. Greiðfært er um Suðurland þó er varað við sandfoki við Lómagnúp.

Greiðfært er á Vesturland en á Snæfellsnesi eru hálkublettir, hálka og éljagangur á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og éljagangur og þæfingur er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norður og Norðausturlandi er víða hvar stórhríð, hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir og sjóþekja og víða skafrenningur og snjókoma, ófært er um Öxi og þæfingur á Breiðdalsheiði. Búast má við þæfingsfærði á Oddskarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×