Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár.

Greiningaraðilar bjuggust flestir við þessari ákvörðun stjórnar Seðlabanka Japans þrátt fyrir að hagvöxtur hafi aukist umfram spár á þriðja ársfjórðungi en rök stjórnarinnar grundvallast á því að eftirspurn hafi ekki vaxið jafn hratt.

Breska ríkisútvarpið segir ekki búist við hækkun stýrivaxta í Japan fyrir árslok. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×