Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 21:38 Guðmundur Halldórsson er framkvæmdastjóri Tes og Kaffis. Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. „Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“ Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira