Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004.

Mesta verðbólgan mældist í maí og júní á þessu ári eða 2,5 prósent, sem er nokkuð yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiði evrópska seðlabankans. Helsta ástæðan voru snarpar verðhækkanir á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem fór hæst í rúma 78 dali á tunni í kjölfar vaxandi spennu í Miðausturlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×