Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2006 17:25 Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. MYND/Stefán Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira