Lentu í klóm sjóræningja 16. nóvember 2006 19:24 Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu. Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira