Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann 17. nóvember 2006 17:48 Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira