Leið yfir förgun fuglanna 18. nóvember 2006 17:57 Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu.Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað og er starfsfólkinu þar brugðið og finnst aðgerðirnar harkalegar.56 fuglar af sjö tegundum eru í garðinum. Aligæsum, aliöndum, haughænsnum, skrautdúfum, fasönum og heiðlóu verður fargað. Lífi arnarins Sigurarnar og lífi tveggja fálka verður þyrmt. Beðið er eftir nógu góðu veðri svo Sigurörn geti fengið frelsi að nýju. Fálkunum verður sleppt þegar heilsa þeirra verður orðin nógu góð.Það var ekki flensa sem fannst í fjórum hænsnum heldur mótefni. Það þýðir að flensa hefur einhverntíma komið upp í fuglunum án þess að þeir hafi orðið veikir. Ekki er um að ræða fuglaflensu af stofninum H5N1 sem hefur orðið fólki að bana.Í þrjá mánuði verður fuglalaust í Húsdýragarðinum vegna sótthreinsunar en síðan verður reynt að fá nýja fugla. Það getur tekið tíma því sumar skrautdúfurnar verður að flytja inn sem er mjög erfitt eftir að fuglaflensa kom fyrst upp. Tómas Guðjónsson, forstöðumaður í Húsdýragarðinum, vonar að hjálp fáist frá yfirvöldum við að fá nýja fugla. Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu.Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað og er starfsfólkinu þar brugðið og finnst aðgerðirnar harkalegar.56 fuglar af sjö tegundum eru í garðinum. Aligæsum, aliöndum, haughænsnum, skrautdúfum, fasönum og heiðlóu verður fargað. Lífi arnarins Sigurarnar og lífi tveggja fálka verður þyrmt. Beðið er eftir nógu góðu veðri svo Sigurörn geti fengið frelsi að nýju. Fálkunum verður sleppt þegar heilsa þeirra verður orðin nógu góð.Það var ekki flensa sem fannst í fjórum hænsnum heldur mótefni. Það þýðir að flensa hefur einhverntíma komið upp í fuglunum án þess að þeir hafi orðið veikir. Ekki er um að ræða fuglaflensu af stofninum H5N1 sem hefur orðið fólki að bana.Í þrjá mánuði verður fuglalaust í Húsdýragarðinum vegna sótthreinsunar en síðan verður reynt að fá nýja fugla. Það getur tekið tíma því sumar skrautdúfurnar verður að flytja inn sem er mjög erfitt eftir að fuglaflensa kom fyrst upp. Tómas Guðjónsson, forstöðumaður í Húsdýragarðinum, vonar að hjálp fáist frá yfirvöldum við að fá nýja fugla.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira