Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir 19. nóvember 2006 16:20 Faxaflói. MYND/Vilhelm Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru." Fréttir Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru."
Fréttir Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira