Eggert og félagar kaupa West Ham 21. nóvember 2006 09:08 Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira