Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 14:14 MYND/Víkurfrétti Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira