Íslendingar eignast West Ham 21. nóvember 2006 19:07 Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira